Sindri Björnsson skrifar undir lánssamning við knattspyrnudeild Vals
Sindri Björnsson, 21 árs miðjumaður Leiknis, hefur verið lánaður til Vals út komandi leiktíð.
Sindri er fæddur árið 1995 en hefur þrátt fyrir ungan aldur
þegar spilað 77 meistaraflokksleiki og skorað í þeim 16 mörk.
Sindri var einn lykilmanna Leiknis á síðustu leiktíð
Pepsi-deildarinnar og skoraði m.a. gegn Val í fyrstu umferð
Pepsi-deildarinnar.
Hann þekkir því hvernig er að skora á Valsvellinum og það er von
Vals að hann skori fleiri mörk, nú fyrir Val á komandi
leiktíð.
Sindri hefur jafnframt leikið með eftirtöldum yngri landsliðum
Íslands:
U-21: 5 leikir
U-19: 10, 1 mark
U-17 : 6 leikir
Valsmenn binda vonir við þennan efnilega leikmann á komandi
leiktíð.
Á fésbókarsíðunni ValurFótbolti má lesa viðtal við Sindra vegna samningsins.