Thelma Björk Einarsdóttir skrifar undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Vals

Knattspyrnukonan Thelma Björk Einarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Vals. Thelma er uppalin í Val og er því að snúa heim til að taka þátt í þeim mikla uppgangi sem framundan er í kvennaknattspyrnunni.

Thelma Björk er fædd árið 1990, hún  er vinstri bakvörður sem er lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Val árið 2006. Thelma varð margfaldur Íslandsmeistari með Val og bikarmeistari árin 2009-10. Thelma er gríðarlega öflugur leikmaður sem mun styrkja Valsliðið til muna.

Thelma Björk á eftirtalda leiki að baki fyrir landslið Íslands:
A: 9 leikir
U-23: 1 - 
U-19: 8 -, 1 mark
U-17: 3 -

Thelma spilaði 83 leiki með mfl. Vals ár árunum 2006-13 og skoraði í þeim 4 mörk. Thelma hefur leikið með Selfyssingum síðustu tímabil og staðið sig vel.  

Knattspyrnudeild Val lýsir yfir mikilli ánægju með endurkomu Thelmu Bjarkar í félagið. Koma hennar er enn einn liðurinn til í að gera Val aftur að því stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu sem félagið á að vera. Valskonur eru ákveðnar í að stimpla sig á ný í hóp bestu kvennaliða landsins.

Thelma Björk:
"Það er gott að koma heim og ég tel þetta klárlega rétta tímapunktinn að koma aftur, það eru spennandi tímar framundan. Það vilja allir í kringum knattspyrnuna gera betur en undanfarin tímabil. Stefnan er sett á titla og það ber vott um metnað. Að mínu mati á Valur alltaf að keppa um titla."

Ólafur Brynjólfsson:
"Thelma er Valsari, alin upp að Hlíðarenda frá barnæsku og því er mikið fagnaðarefni að fá hana aftur heim. Hún hefur þroskast mikið sem leikmaður og komin með mikla reynslu. Hún kemur úr góðu umhverfi á Selfossi þar sem mjög vel var séð um hana. Það skiptir miklu máli að fá Thelmu til baka með hennar reynslu, metnað en ekki síst afar stórt Valshjarta."

Ítarlegri viðtöl við Thelmu og Ólaf mun eingöngu verða á fésbókarsíðunni "ValurFótbolti". Ekki eru myndbandsviðtöl að þessu sinni.