Bjarni, Benedikt og Illugi áfram með Val í körfuknattleik.
Valsmenn nýttu tækifærið á 104 ára afmæli Vals þann 11. maí síðastliðinn og endurnýjuðu samkomulag við Bjarna Geir Gunnarsson, Benedikt Blöndal og Illuga Auðunsson um að þeir léku áfram með Val í körfuknattleik næsta tímabil.
Bjarni Geir er fæddur 1995 og er einn efnilegasti ungi leikmaðurinn hjá Val en hann var með 10 stig, 3,7 fráköst og 1,2 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta keppnistímabili. Benedikt er fæddur 1993 og er einn reyndasti leikmaður Vals með hátt í 140 leiki með meistaraflokki Vals. Hann var með 9,4 stig, 3,9 fráköst og 4,3 stoðsendingar að jafnaði í leik á síðasta tímabili. Illugi Auðunsson er fæddur 1992 og kom hann til Vals frá KR fyrir síðustu leiktíð. Illugi var með 12,9 stig, 11,3 fráköst og 2,3 stoðsendingar í leik síðastliðinn vetur.