Finnur Freyr Stefánsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára við félagið um þjálfun meistarafloks karla sem gildir út tímabilið 2028.
Páskanámskeið Vals 2025! Boðið verður upp á Páskanámskeið í dymbilvikunni í handbolta, fótbolta og körfubolta! Námskeið hefjast 14.apríl og eru iðkendur hvattir til þess að taka með sér hollt og gott nesti ásamt vatnsbrúsa.
Fjórtándu Skólaleikar Vals fóru fram að Hlíðarenda þann 19.mars 2025. Á leikunum etja krakkar á miðstigi hverfisskóla félagsins kappi í hinum ýmsu leikjum og þrautum með leikgleðina að leiðarljósi. Óhætt er að segja að stemmningin hafi verið rafmögnuð í ár þegar leikarnir fóru af stað í N1-höllinni.
Happdrættið er stór liður í fjáröflun leikmanna meistaraflokks kvenna vegna þátttöku í Evrópubikarkeppni en liðið er komið í undanúrslit keppninnar og fara næstu leikir fram í lok mars mánaðar
Körfuknattleikssamband Íslands birti á dögunum æfingahópa fyrir yngri landslið sambandsins. Eftirfarandi fulltrúar Vals hafa verið valdir til áframhaldandi æfinga yngri landsliða KKÍ 16.-18. febrúar nk. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.
Lesa meira