Sævaldur Bjarnason til Vals

Sævaldur Bjarnason er kominn aftur heim í Val eftir að hafa þjálfað hjá Breiðablik við góðan orðstír í fjögur ár. Það er mikið fagnaðarefni að Sævaldur sé aftur kominn til okkar í Val. Sævaldur mun þjálfa minnibolta, 11. flokk drengja og unglinga flokk ásamt því að verða aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla með Ágústi Björgvinssyni sem endurnýjaði samning sinni einnig til tveggja ára. En þeir unnu saman í þjálfun hjá Val 1998 til 2003. Sævaldur þjálfaði hjá Val í 10 ár áður en hann fór til Breiðabliks.

Birgir Björn Pétursson, Kristinn Ólafsson og Guðbjörg Sverrisdóttir hafa endurnýjað samninga sína við Val og sömdu til tveggja ára.  Á myndina vantar Birgi Björn.