"Alltaf draumurinn að spila fyrir Val", Hrafnildur Hauksdóttir skrifar undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Vals.
Hrafnhildur Hauksdóttir, tvítugur varnar maður og landsliðskona hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Vals. Hrafnhildur lék sína fyrstu A-landsleiki fyrr á þessu ári. Hrafnhildur kemur til Vals frá Selfossi þar sem hún hefur þegar spilað 68 mfl.leiki. Hrafnhildur á 21 landsleiki með U-17og U-19 að baki en er nú komin í A-landsliðið.
Gaman er að segja frá því að árið 2014 var Hrafnhildur valin Íþróttamaður ársins í Rangárþingi Eystra, í umsögn um leikmanninn var m.a. sagt að hún væri mikilli íþróttamaður og góð fyrirmynd fyrir unga iðkendur.
Valur.is ræddi við Hrafnhildi í tilefni af samningnum.
"Helstu ástæðurnar fyrir því að ég valdi Val er að mér leist
ótrúlega vel á bæði leikmenn og þjálfara og það er alveg greinilegt
að hér er mikill metnaður í gangi. Það býr mikil reynsla í þessu
liði og ég hlakka mikið til þess að læra af stelpunum og það
skemmir líka ekki fyrir að það var alltaf draumurinn að spila fyrir
Val þegar ég yrði eldri.
Valur er einn af stóru klúbbunum á landinu og þegar ég var að alast upp var kvennaliðið langbest á landinu. Valur er með langa sögu og ég hlakka mikið til að taka þátt í henni. Þjálfararnir eru með mikinn metnað og vilja ná miklu útur hverri æfingu en leggja samt upp með því að hafa gaman. Stelpurnar eru miklir meistarar og það skemmir ekki fyrir að fá að spila með systur minni og frænkum."
Knattspyrnudeild Vals lýsir yfir mikilli ánægju með að hafa samið við þessa gríðarlega ungu en jafnfram góðu knattspyrnukonu sem mun án efa eiga sín bestu ár í Valstreyjunni og það er gleðiefni.