Arna Sif Ásgrímsdóttir og Elísa Viðarsdóttir skrifa undir samninga við knattspyrnudeild Vals: gríðarlegur liðsstyrkur.
Landsliðskonurnar Arna Sif Ásgrímsdóttir og Elísa Viðarsdóttir hafa skrifað undir samninga við knattspyrnudeild Vals. Um er að ræða gríðarlegan styrk fyrir kvennaknattspyrnuna í félaginu. Koma þessara sterku leikmanna er enn eitt dæmið um að Valskonur ætla sér á ný í hóp bestu kvennaliða Íslands.
Arna Sif Ásgrímsdóttir er 23 ára varnarmaður og lék með Gautaborg á síðustu leiktíð. Þar áður var hún fyrirliði Þór/KA og á 155 leiki og 30 mörk með liðinu. Arna var valin Íþróttamaður Akureyrar árið 2012. Arna Sif er gríðarlega öflugur bakvörður sem hefur lengið verið viðloðandi A-landslið Íslands.
Arna Sif á eftirfarandi landsleiki að baki:
A: 7 leikir, 1 mark
U-19: 23, 4 mörk
U-17: 15, 1 mark.
Arna hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild
Vals
Elísa Viðarsdóttir er 24 ára varnarmaður sem lék síðast með Kristiandstad í Svíþjóð. Elísa er varnarmaður og jafnframt yngri systir Margétar Láru. Elísa hefur leikið 105 leiki með ÍBV og skoraði í þeim 10 mörk.
Líkt og Arna Sif á Elísa fjölda landsleikja að baki:
A- 21 leikir
U:23: 1
U:19, 7
Elísa hefur skrifað undir eins árs samning við knattspyrnudeild
Vals.
Fleiri myndir af þessu tilefni má nálgast á fésbókarsíðunni
ValFótbolta.